andargift

Merkur kveðskapur úr ferðum okkar.

Limrur Damaskussa
Flutt síðasta kvöld aprílhópsins í veislunni í Mir Khan í Junieh í Líbanon 16.apr.2004

Ausið við höfum úr sögunnar smiðju
og sannlega metið þá gagnlegu iðju.
Í okkar augum
og næmustu taugum
breyst hefur Gyða í klassiska gyðju

Eygló vill margfalda mann sér í vil
og magna þá alla og koma þeim til.
Sagt er að sönnu
um séra Jóhönnu:
gera þarf þeirri snót sömu skil
Andagift í Sýrlands/Líbanonsferðum

Ástæða er til að setja inn á síðuna hinn merka kveðskap sem hefur orðið til í síðustu tveimur ferðum til Sýrlands og Líbanons

Eftir Palmyrudvöl í septemberferð í fyrra og kvöldverð í bedúínatjaldinu þar skóp JK þennan söngtexta sem flytjist undir lagi Litlu flugu Sigfúsar:

Við bedútjaldið biðu nokkrir sveinar
og börðu tæk og tól af stakri kúnst
inni gargaði grillað lamb á teini
og gypsibólgupíur hvergi nær
En þá kom Gunna og gekk í brúðardansinn
og gleðin söng á ný í þessum hóp
Við enduðum í vatnspípunnar vímu
og vissum ekki baun í okkar haus

Í sömu ferð samdi Linda Vilhjálmsdóttir þessa limru á leið frá Damaskus til Beirut 15.sept 2003

Við tilbiðjum Jóhönnu og Jasmin
já- og Basjar og Asma eru stórfín
í þeirra Arabaríki
er engin áfengissýki
enda kunna þeir ekkert á rauðvín

Í ferðinni sem nú er nýlokið fékk Damaskussi, yfir sig andann ekki einu sinni heldur tvisvar

Limrur tvær sem fluttar voru síðasta kvöldið fyrir heimför en áður hafði verið kyrjaður bragur hans:

Sumar á Sýrlandi

Um Líbanon og Sýrland alltaf segi
að sennilega kæmi að þeim degi
er kjarnakonan Jóhanna setti saman lið
að sækja þessar slóðir heim og fræð' um annan sið.
Ferðalag stunda garpar góðir
að gösla saman um ævafornar slóðir
Ferðalag

Hvolfþök, rústsir, hof og gamlar súlur
hallarbákn og annarlegar kúlur
bar hópsins fyrir augun, allt undarlegt það var
en upplýstist að lokum þá er skýrðu út kerlingar
Svannaval, síst má án þess vera
þær svara öllu- til þess að gera
Svannaval

Svo nú er hlustað, hugsað, pælt og gapað
og horft á allt sem Allah hefur skapað
en stærst er furða nokkur, af öðrum undrum ber
er eyrnarsnepli Einar stakk í hlustina á sjálfum sér.
Guðrúnum sjö fannst það svo ansi sniðugt
að sjá hve hljóðtól gæti verið liðugt
Guðrúnum

Upp og niður örlög geta rokkað
og upp og niður fleira getur brokkað.
Hjá Kristínu það gerðist og kunni engin ráð
að kasta bæði upp og niður, vera þó alveg gáð
Gott væri að eiga er ógnir fara að geysa
eiginmann sem vanda kynni að leysa
vandamann

Manni lærist margvíslegt með valdi
magadans í rútu eða tjaldi
og þegar svo á hótelum herbergi eru þröng
þá hvíla nær hvort öðru eldri pör með nýjum söng
Manneskjan alls staðar er mannleg
mennskan allstaðar blífur raunveruleg
Manneskjan

Dansinn dunar oft af ýmsu tagi
með afleiðingum stundum vart í lagi
er skemmst að minnast höfuðs skírarans
er skömmin litla Salómi, hún steig sinn fræga dans
Kvisast kviðlingar milli landa
er kveða um misheita eyðisanda
Kviðlingar

Stirfinn úlfaldi er engin stórfrétt
stólar fljúga og skúffur hafa klósett.
Af veröldinni lærum, af visku eflumst fljótt
og vökum svo af undrum næstum aðrahverja nótt
Mönnum batnandi er best að lifa
þótt batavon þyki sein að tifa
Batavon

Oft er gott að hírast heimaalinn
og heiminn telja mismunandi galinn.
Við ætíð skyldum efast, slíkt allt oss kemur við
Ég held oss væri heldur nær að hugsa um réttlætið
Réttlætið, það er risaskepna
og rangt það sé bara fyrir heppna
Réttlætið

Að ferðast um í framandlegum löndum
er fólk er að hnýta þjóðir sterkum böndum.
Á Sýrlandi sem víðar slíkt aldrei er orðin tóm
hvar saga mannkyns æðir um á sjötíumílnaskóm
Samviskan gjarnan vill þá gárast
en gefur von um að málið klárast
Samviskan

Ljúflings höfum sagnasjóða notið
með snillings hjálp um víðar lendur þotið
og villingurinn ljúfi með sjarma saddi hóp
en sagnaþulur veslings Einars hugarangist skóp
Á öllum stöðum þar vinir vakna
við vísast komum til með að sakna
Söknuður

En við svo frökk um stoðir þessar stússum
stærilæti og hjátrú burtu rýmum.
Hér lífsmyndir við fengum og lífssýn hér um bil
Líbanons og Sýrlands vinahópur er nú til.
Frá þeim hópi hefst tregasöngur
brátt heim á leið og " aftur að fara í göngur"
Heimáleið.